ATCvet-flokkun er 5 þrepa flokkunarkerfi fyrir dýralyf þar sem lyf eru flokkuð eftir því í hvaða líffærakerfi þeim er aðallega ætlað að hafa áhrif. Þannig er A flokkur (alimentary) meltingarfæra- og efnaskiptalyf, B flokkur (blood) blóðlyf, C flokkur (cardiovascular) hjarta og æðasjúkdómalyf o.s.frv. Neðsta þrep flokkunarinnar flokkar eftir virka efninu í lyfinu, þar er að finna skráð heiti lyfja á markaði á Íslandi.
Lyfjastofnun er umhugað um persónuvernd, sjá persónuverndarstefnu stofnunarinnar. Við notum vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda, sjá nánari upplýsingar.